141. löggjafarþing — 18. fundur,  11. okt. 2012.

vopn, sprengiefni og skoteldar.

183. mál
[17:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna og er honum sammála. Ég vildi bara spyrja að einu svo að það sé skýrt. Við vitum að gallinn við glæpamenn er að þeir fara ekki að lögum. Þó svo að við búum til ofsalega fínan lagabálk skiptir það engu máli því að það hvarflar ekki að þeim að fara eftir þeim lögum frekar en öðrum. Þess vegna eru þeir glæpamenn.

Ég held að það skipti máli að hér komi fram að það sem við erum að gera er að tryggja að hér séu í gildi lög sem geri það að verkum að þegar við náum glæpamönnunum séu til staðar refsingar og annað slíkt til að hægt sé að stöðva þá. Er það ekki réttur skilningur, virðulegi forseti?