141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um Oracle-kerfið.

[13:48]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég skil það út af fyrir sig vel að hv. þingmaður velji að fara ekki lengra aftur en til ársins 2009 í þessu máli. Það er auðvitað (Gripið fram í.) vel að nefndarmenn í fjárlaganefnd hafa í gegnum tíðina reynt að sinna eftirlitsskyldu sinni, m.a. með því að fara ofan í saumana á því hvort kostnaður væri óeðlilega mikill í útgjaldaliðum af þessu tagi. Það er nákvæmlega það sem þeim ber að gera og til þess þurfa þeir Ríkisendurskoðun sem matar þá á upplýsingum og kemur þeim á framfæri við þá. Hin mikla brotalöm í þessu máli er að mál af þessu tagi skuli geta damlað svona lengi í kerfinu án þess að því séu gerð skil af hálfu þeirra sem annast eftirlitið fyrir okkur. En ég þakka fyrir að hv. þingmaður rengir ekki orð mín.