141. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2012.

umræða um fjármálastofnanir.

[14:45]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Undir þessum lið, sérstakar umræður, er mjög stuttur tími sem hver og einn þingmaður fær til þess að koma hingað upp og ræða um oft mjög stór mál. Það er því alveg sérlega bagalegt þegar verið er að ræða raunar tvö mál, tvö mjög stór mál undir sama liðnum. Ég mundi vilja hvetja forseta til þess að beina því til þingmanna að reyna að afmarka sig betur því að ég held að við gætum tekið hér örugglega nokkra daga til þess að ræða endurreisn bankakerfisins og síðan nokkra daga í viðbót til þess að ræða um gjaldmiðlastefnu eða peningastefnu hvers og eins flokks. Ég held að það sé mjög mikilvægt að koma þessu á framfæri við þingmenn.