141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

samskipti ríkisstjórnar og atvinnulífs.

[10:37]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Það er ljóst og ber að halda því til haga að yfir það tímabil sem þessi skattur var lagður á var skattinum ekki breytt. Um það sömdum við við þessa aðila en ekki að við skuldbyndum okkur til að hækka ekkert skatt inn í framtíðina þegar sá tími væri liðinn. Ég held að það sé líka vert að halda því til haga að raforkuskatturinn leggst þyngst á útflutningsgreinarnar eða þær greinar sem hafa notið ávinnings af lækkun á gengi íslensku krónunnar. Það er líka ljóst að ekki er verið að raska neitt samkeppnisskilyrðum atvinnulífsins í alþjóðlegum samanburði.