141. löggjafarþing — 21. fundur,  18. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[11:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum að fara beint inn í stjórnarráðslögin. Þetta eru breytingar á stjórnarráðslögum og hljóðritanirnar eru afnumdar með því að grein um ritun fundargerða ríkisstjórnar kemur í staðinn. Þetta er því sama málið.

Síðan er farið inn í upplýsingalögin og tíminn styttur vegna þess að það gæti verið að það drægist að umræður um upplýsingalögin kláruðust í þinginu. Þess vegna er þessi varnagli settur.