141. löggjafarþing — 22. fundur,  22. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[15:41]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ber víst ábyrgð á því að flækja aftöku þessarar lagagreinar um að hljóðrita ríkisstjórnarfundi. Ég vil ekki standa í vegi fyrir þeirri aftöku, það er tilgangslaust. Hins vegar finnst mér snyrtilegri bragur á því að einhver önnur þingnefnd en sú sem flytur málið komi að umfjöllun um það.

Hitt er svo annað mál, að til að sýna fullkominn samstarfsvilja minn við þessa ógnarstjórn þá sætti ég mig fullkomlega við þá tillögu formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að biðja um álit allsherjar- og menntamálanefndar og tel það vera í anda góðrar, vandaðrar og opinnar stjórnsýslu.

(Forseti (RR): Forseti spyr hv. þingmann hvort hann kalli til baka sína eigin tillögu.)

Nákvæmlega.