141. löggjafarþing — 26. fundur,  25. okt. 2012.

grunnskólinn á Tálknafirði.

[10:38]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður segir að sveitarfélaginu beri að sinna grunnþjónustu á borð við rekstur leikskóla á hvern hátt sem er, held ég að hv. þingmaður hafi komist að orði. Það er náttúrlega ekki svo. Það þarf að fara að þeim lögum og reglum sem samfélagið hefur sett sér. Að efni og innihaldi heyrir þetta málefni undir menntamálaráðuneytið en lögum samkvæmt er þetta einnig sveitarstjórnarmál og snertir samskipti ríkis og sveitarfélaga og sem slíkt hefur það ratað á borð okkar í innanríkisráðuneytinu. Þar er málið til skoðunar og til umfjöllunar og ég á von á því að frá ráðuneytinu heyrist innan skamms.