141. löggjafarþing — 26. fundur,  25. okt. 2012.

grunnskólinn á Tálknafirði.

[10:40]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Margur heldur mig sig var einhvern tíma sagt. Ég beini því til hv. þingmanns að tala fyrir eigin hönd þegar hún gerir því skóna að menn fylgi þröngri pólitískri línu og taki við skipunum annarra þegar verið er að komast að faglegri niðurstöðu í máli á borð við þetta.

Auðvitað skiptir það máli þegar við smíðum lögin og reglurnar hvaða stjórnmálaskoðanir við höfum eðli máls samkvæmt, þannig starfar lýðræðið. En þegar fjallað er um mál af þessu tagi í ráðuneytinu er það gert á faglegan hátt.