141. löggjafarþing — 27. fundur,  25. okt. 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[11:47]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við sjálfstæðismenn munum ekki leggjast gegn því að þetta mál fari í gegn í dag enda vorum við ekki fylgjandi hljóðupptökum á ríkisstjórnarfundum. En það er ástæða til að nefna að það er alvarlegt þegar staðið er að lagasetningum í svona flýti. Það hefði verið hægt að undirbyggja málið betur og gefa sér lengri tíma til þess. En að gefnu tilefni er rétt að minna hv. þingmenn á allt málsferlið hér, sérstaklega þá hv. þingmenn sem ríkisstjórnin mun leita til á þessum vetri til að semja við um framgang mála. Menn sjá þá á þessu máli hvernig farið er með slíka samninga, sem er ekki öðruvísi en gert hefur varðandi aðra samninga sem þessi ríkisstjórn hefur gert, til dæmis við aðila vinnumarkaðarins og fleiri, að ekki er hægt að treysta samningum við þessa ríkisstjórn.