141. löggjafarþing — 27. fundur,  25. okt. 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[11:51]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þingflokkur framsóknarmanna mun ekki leggjast gegn því að þetta mál komi á dagskrá. Við vöruðum við því á sínum tíma og sögðum að þetta ákvæði gæti aldrei gengið upp og hefði betur verið hlustað á okkur þá. Það er klúður ríkisstjórnarinnar að málið er í þeim farvegi sem það er nú. Ég held að það sé rétt að ríkisstjórnin leysi þá bara það klúður.