141. löggjafarþing — 27. fundur,  25. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[13:55]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Herra forseti. Það er þetta atkvæði sem fellir burtu ákvæði í lögum um hljóðritanir ríkisstjórnarfunda. Eins og fram hefur komið er hér verið að fremja að mínu mati óheilindaverk gagnvart samkomulagi sem náðist á sínum tíma í allsherjarnefnd um afgreiðslu máls við stjórnarmeirihlutann. Það er stjórnarmeirihlutinn með ráðherrum sem fremur þetta verk og þau munu þurfa að eiga það við sig. Því miður kemur mér þetta ekki á óvart, enda hefur upplifun mín af þessum vinnustað verið sú að þetta þyki ekkert tiltökumál ef á þarf að halda. Það er leiðinlegt einfaldlega að þurfa að standa frammi fyrir því í dag.