141. löggjafarþing — 28. fundur,  25. okt. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

248. mál
[14:03]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er þetta mál að verða að lögum þar sem ríkisstjórnin gengur fram með það að svíkja loforð við þingmenn hér á þinginu um að hljóðritanir á ríkisstjórnarfundum skuli fara fram. Við framsóknarmenn ætlum að sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu vegna þess að málið er byggt á mjög veikum grunni og hefur verið vandræðamál allt frá upphafi og lýsti ég því yfir hér á fyrri stigum málsins að ríkisstjórnarfundir ættu ekki að vera teknir upp.

Komið hafa fram mikil brigsl, svikabrigsl, á ríkisstjórnina frá hv. þm. Þór Saari sem sýnir það í hvaða stöðu ríkisstjórnin er í.

Virðulegi forseti. Tímanum hefði verið betur varið í að ræða hér atvinnuuppbyggingu og málefni (Gripið fram í.) heimilanna í stað þess að eyða dýrmætum tíma þingsins í að ræða þetta mál fram og til baka sem er nú að lokum (Forseti hringir.) slegið endanlega út af borðinu.