141. löggjafarþing — 28. fundur,  25. okt. 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

291. mál
[16:25]
Horfa

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. innanríkisráðherra fyrir yfirferðina. Mig langar að ræða um það frumvarp sem hann mælti fyrir hér á undan, um gatnagerðargjöld, og fagna því að innanríkisráðuneytið hafi fallist á þau sjónarmið og kveðið á um framlengingu heimildar sveitarfélaga til að leggja á svonefnt B-gatnagerðargjald. Það er til mikilla bóta fyrir þau sveitarfélög sem á því þurfa að halda.

Varðandi frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga er vissulega gott að heyra að ekki sé um það að ræða að skerða eigi framlög til jöfnunarsjóðsins, heldur sé einungis um að ræða breytingu innbyrðis. Jafnframt kemur fram í frumvarpinu að þau sveitarfélög sem hafa heildarskatttekjur af útsvari og fasteignaskatti sem teljast verulega umfram landsmeðaltal, skuli ekki njóta framlaga úr jöfnunarsjóðnum.

Síðan segir í almennum athugasemdum við frumvarpið að sett verði í reglugerð að miðað verði við 50%. Mig langar að fá skýringu á því. Var það rætt? Hvers vegna var sú prósentutala ekki hreinlega sett inn í frumvarpið?