141. löggjafarþing — 28. fundur,  25. okt. 2012.

meðferð sakamála.

292. mál
[17:05]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Gott og vel. Þá skulum við hefja þessa umræðu. Þá vil ég fá að vita í hverju þessar forvirku heimildir eiga að felast nákvæmlega — nákvæmlega. Það þýðir ekki að slengja því fram að lögreglan þurfi að fá heimildir til forvirkra rannsókna án þess að skilgreina rækilega um hvað er að ræða. Á hvað skortir í núverandi reglu- og lagaumhverfi? Í hverju eiga forvirkar heimildir nákvæmlega að felast?