141. löggjafarþing — 29. fundur,  5. nóv. 2012.

rekstur og stjórnsýsla Vatnajökulsþjóðgarðs.

246. mál
[18:06]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég ætla að útvíkka fyrirspurn hv. þingmanns. Ef hæstv. ráðherra svarar því til að hún sé að athuga þessa sameiningu vil ég spyrja hvort það sé einhver möguleiki á að ráðherrann íhugi að flytja Umhverfisstofnun út á land.

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir þetta svar, þetta var ágætisyfirlit yfir það hvernig málum þjóðgarðsins er háttað. Ég vil ítreka að ég tel að best færi á því ef öll þessi starfsemi færi fram í þjóðgarðinum eða við hann. Ég vonast til að þau skilaboð nái inn í þá endurskoðunarvinnu sem nú stendur yfir enda smellpassar að mínu viti að ræða þetta í þinginu núna meðan vinnan stendur yfir, áður en menn leggja fram sínar tillögur.

Mig langar að hvetja ráðherrann til dáða. Ráðherrann þekkir sjónarmið heimamanna og athugasemdir þeirra við þetta fyrirkomulag og ég vonast til að afstaða þeirra nái inn í endurskoðunarvinnuna og beri þann árangur að störfin verði flutt út á land.