141. löggjafarþing — 30. fundur,  6. nóv. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

7. mál
[18:18]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Bara örstutt um þetta frumvarp. Það sýnir að góð mál fá oft í þinginu mikinn stuðning frá öllum stjórnmálaflokkum. Þetta mál er dæmi um það, þarna leggja fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fram tillögu um að bæta við þessu réttarúrræði og ég lýsi strax yfir stuðningi þingmanna Framsóknarflokksins við málið. Ég tel að ekki þurfi að bíða neitt mjög lengi með að gera frumvarpið að lögum. Ég segi ekki að málið sé brýnt — og þó, það er brýnt að því leyti að það eru kosningar í vor, en þarna er verið að bæta réttarstöðu þessara aðila.

Þingmenn Framsóknarflokksins styðja þetta mál, að sjálfsögðu.