141. löggjafarþing — 31. fundur,  7. nóv. 2012.

rannsókn á einkavæðingu banka.

50. mál
[16:45]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég andmæli þeirri söguskýringu að einkavæðing bankanna hafi eitthvað haft með hrunið að gera. Ég tel miklu frekar að hringferlar fjár sem voru notaðir hér í stórum stíl til að búa til eignir sem ekki voru til hafi valdið hruninu, en það stendur enn. Það er enn þá löglegt, herra forseti.

Svo ætla ég að endurtaka að ég treysti á að hv. meiri hluta standi við það sem hann ræddi í gær að það komi fram, helst í næstu viku, tillaga frá hv. nefnd í heild sinni um að rannsaka einkavæðinguna hina síðari, eða hvað menn kalla hana, og sú rannsókn komi til hliðar við og taki við af þeirri rannsókn sem hér er verið að samþykkja. Í trausti þess segi ég já. (Gripið fram í.)