141. löggjafarþing — 32. fundur,  8. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[11:46]
Horfa

Forseti (Sigurður Ingi Jóhannsson):

Forseti hefur meðtekið ábendingu hv. þingmanns. Næstur á mælendaskrá er hv. 4. þm. Norðaust., Kristján Þór Júlíusson. Forseti vill geta þess að kl. tólf eru nefndarfundir fyrirhugaðir og því verður að gera hlé á þingfundi. Forseti biður því hv. þingmann um að finna góðan tíma til að gera hlé á ræðu sinni ef hann verður ekki búinn að ljúka henni fyrir tólf, sem mér finnst reyndar ólíklegt. Ég mun gera þingmanninum viðvart rétt áður en klukkan slær tólf. Í síðasta lagi klukkan tólf verður þingfundi frestað.