141. löggjafarþing — 33. fundur,  13. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:01]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Kristjáns Þórs Júlíussonar um þessa grein, lántökugreinina. Ég vil líka nota tækifærið í þessari atkvæðagreiðslu, nú þegar líður að lokum hennar, til að lýsa því yfir að ég held að fjárlaganefnd hljóti að leita til Ríkisendurskoðunar milli 2. og 3. umr., eða einhvers annars óháðs aðila, til að fá mat á þeim þáttum sem Ríkisendurskoðun hefur venjulega athugað við yfirferð fjáraukalagafrumvarps.

Ég er bjartsýnn maður og trúi ekki öðru en að það verði gert. Ríkisendurskoðun eða þá einhver sambærilegur aðili, ef hann finnst.