141. löggjafarþing — 34. fundur,  14. nóv. 2012.

Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála.

138. mál
[17:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Róbert Marshall) (U):

Virðulegur forseti. Það mál sem nefndarálitið er um er efnislega samstofna því sem umræðu lauk um rétt í þessu. Hér er sem sagt sá hluti sem lýtur að Vegagerðinni, framkvæmdastofnun samgöngumála. Nefndin hefur fjallað um málið sem var vísað til hennar eftir 2. umr. og það voru færð rök fyrir því eins og í fyrra málinu að meira svigrúm þyrfti til breytinganna áður en nýjar stofnanir tækju til starfa. Því leggur nefndin til að breytingin taki gildi í júlí á næsta ári í stað janúar.

Undir þessa tillögu og þetta nefndarálit rita auk þess sem hér stendur hv. þingmenn Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Mörður Árnason og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.