141. löggjafarþing — 35. fundur,  15. nóv. 2012.

lax- og silungsveiði.

390. mál
[14:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil spyrja hæstv. atvinnuvegaráðherra og þar af leiðandi ráðherra yfir þessum málaflokki hvort hann telji að lax- og silungsveiði eigi að hlíta sömu lögmálum og veiðar í sjó, þ.e. hvort veiðarnar séu auðlind þjóðarinnar eða auðlind bænda, og hver sé munurinn.

Þá vil ég spyrja hann hvort Fiskiræktarsjóður, sem var hér einu sinni, sé aflagður eða hvort þessi veiðifélög fái tekjur úr Fiskiræktarsjóði og þá hvað miklar.