141. löggjafarþing — 35. fundur,  15. nóv. 2012.

lax- og silungsveiði.

390. mál
[14:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það var nokkuð skýrt.

Þá langar mig að spyrja: Hvernig stendur á því að veiðileyfi eru undanskilin virðisaukaskatti? Nú var hæstv. ráðherra eitt sinn fjármálaráðherra og hefði getað breytt því. Hvaða rök eru fyrir því að sala á veiðileyfum til útlendinga eða innlendra aðila er undanskilin virðisaukaskatti? Telur hæstv. ráðherra að þörf sé á því að styrkja veiðileyfisbændur með þeim hætti?