141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

varamenn taka þingsæti.

[15:03]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Borist hefur bréf frá 6. þm. Suðurk., Unni Brá Konráðsdóttur, um að hún verði erlendis í opinberum erindagerðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Íris Róbertsdóttir, og er hún boðin velkomin til starfa.

Einnig hefur borist bréf frá varaformanni þingflokks Samfylkingarinnar, Magnúsi Orra Schram, um að 5. þm. Suðurk., Oddný G. Harðardóttir, verði erlendis í opinberum erindagerðum á næstunni og geti því ekki gegnt þingmennsku á meðan. Borist hefur bréf frá 1. varamanni lista Samfylkingarinnar í kjördæminu um að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi vegna annarra skuldbindinga. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Samfylkingarinnar í kjördæminu, Guðrún Erlingsdóttir, og er hún boðin velkomin til starfa.