141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

aukinn kostnaður vegna nýrrar byggingarreglugerðar.

[15:19]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég held að það skipti máli að menn gæti að því að innstæða sé fyrir því sem hér er sagt. Hér fullyrðir hv. þingmaðurinn að um sé að ræða snarhækkun á byggingarkostnaði og leiguverði án þess að fyrir því liggi nokkur skapaður hlutur. Ég held að akkúrat í málum eins og þessu, sem varðar fjárhagslega hagsmuni gríðarlega margra, verktaka, iðnaðarmanna og svo auðvitað alls almennings, eigi menn ekki að dengja slíku fram án þess að það sé fótur fyrir því.

Þessi staða krefst þess klárlega að menn setjist vel yfir málin. Þetta getur kallað á mismunandi lausnir og krefjandi fyrir atvinnulíf, hönnuði og arkitekta. Ég held að við eigum að fagna því fyrst og fremst, við sem erum félagshyggjufólk, sem ég vona að hv. þingmaður geti enn flokkað sig með, að sjá hér skref í átt til samfélagslegs jöfnuðar.