141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað til að tjá þingheimi að við framsóknarmenn ætlum að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Fram hefur komið mjög sterk gagnrýni á að Ríkisendurskoðun var ekki hleypt að þessari vinnu en samkvæmt lögum um ríkisendurskoðanda skal hann fara yfir fjárlög og fjáraukalög. Þetta eru ólíðandi vinnubrögð, frú forseti, sem meiri hlutinn beitir í þessari umræðu. Málið var keyrt með miklum hraða í gegnum fjárlaganefnd á milli 2. og 3. umr. Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á þeim gjörningi.

Við framsóknarmenn ætlum að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.