141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[16:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í orð hv. þm. Marðar Árnasonar áðan. Við atkvæðagreiðslu eftir 2. umr. kom fram sú afstaða í atkvæðaskýringu af minni hálfu a.m.k., og fleiri þingmanna hygg ég, að við litum ekki svo á að það væri eingöngu gildistökuákvæðið sem væri til umfjöllunar. Staðreyndin er auðvitað sú að samkvæmt þingsköpum er heimilt að gera hvaða breytingu sem er á málinu á hvaða stigi sem er þangað til lokaafgreiðsla fer fram.

Þess vegna hafna ég þeirri skýringu hv. þm. Marðar Árnasonar þar sem hann lýsti eingöngu eigin skilningi, og kannski skilningi annarra í meiri hlutanum, en ekki sameiginlegum skilningi þingsins. Það er fráleitt að halda því fram að menn geti fyrir fram útilokað að einhver tiltekin atriði séu tekin til umræðu milli 2. og 3. umr. eða í 3. umr. ef út í það er farið.