141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[16:06]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það eru fá mál, fáar skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni, sem hafa fengið jafnítarlegan, langan og vandaðan undirbúning og samráð og þetta mál. Það er Alþingi til vansa að hafa ítrekað frestað því og sýnt sjálft sig ófært um að afgreiða málið og þannig haldið starfsmönnum í fullkominni og óþolandi óvissu. Ég hvet þingheim til að segja já við þessari framsæknu og nýju nálgun til samþættingar þvert á samgöngugreinar og ítreka enn og aftur hversu langt og viðamikið samráðsferli og undirbúningsferli málið hefur fengið. Ég segi já.