141. löggjafarþing — 36. fundur,  19. nóv. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

133. mál
[16:07]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Frumvarpið sem um ræðir er því miður til óbóta. Svíar tóku þetta fyrirkomulag upp og það hefur hökt. Finnar tóku það upp í framhaldi og eru núna að stokka spilin vegna þess að fyrirkomulagið gekk illa. Danir tóku það upp. Þeir tryggðu í upphafi að sérhæfing í öllum rannsóknum er lutu að flugi, siglingum og samgöngum væri tryggð eins og var í gamla kerfinu. Norðmenn eru með sama kerfi og við og það hefur gengið vel. Það er alveg klárt mál að okkur yrði mikill vandi á höndum við að hrista þarna saman án þess að tryggja að sérhæfnin héldi sér og sérþekkingin væri til staðar sem hefur byggt upp mikla þekkingu og traust til að gera rannsóknir á öllum þáttum í þeim efnum. Þess vegna segi ég nei.