141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að ræða mín fór fyrst og fremst í að fara yfir efnisatriðin í tillögunum. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara í einhver sérstök mál og ræða þau nánar en kaus að fara þessa leið.

Á hvaða forsendu er málið komið inn í þingið? Á sömu forsendu og öll önnur þingmál. Þingið er með það til þinglegrar meðferðar, undirbúningurinn er vandaður og fleiri hafa komið að því en nokkru öðru frumvarpi, a.m.k. í þau þrjú ár sem ég hef setið hér. Málið kemur hingað á þeirri forsendu. Þingmenn ræða málið og það verður sent út til umsagnar.

Hv. þm. Álfheiður Ingadóttir mun skýra frá því á eftir hvernig við hugsum okkur að ná (Forseti hringir.) heildstæðu mati þingsins á frumvarpinu og við höfum beðið margumtalaða Feneyjanefnd (Forseti hringir.) að skoða kosningafyrirkomulagið.