141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, kostnaðarmat við að fara með málið fyrir Feneyjanefndina liggur ekki fyrir en það eru ekki verulegar upphæðir. Við í meiri hluta nefndarinnar töldum hins vegar rétt að leita álits þeirrar nefndar á frumvarpinu vegna þess að við erum að vanda okkur.

Hv. þm Vigdís Hauksdóttir fer út í að segja að það sé hótun að meiri hluti þingmanna ráði. Hv. þingmaður er sérmenntuð í stjórnskipun. Hún veit að á Alþingi ræður meiri hluti þingmanna. Ég vildi gjarnan óska eftir tillögu minni hlutans að breytingum. Ég óska eftir því og ræði um þær í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.