141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[15:28]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get lítið annað gert en endurtekið það sem ég sagði. Ég vildi gjarnan fá þá sem best kunna til verka til að hjálpa okkur við að setja inn ákvæði í þau stjórnarskipunarlög sem við erum núna að breyta, sem gerðu okkur kleift að samþykkja það á tveim þingum eins og lög gera ráð fyrir. Síðan þyrfti endanlega þjóðaratkvæðagreiðslu þar á eftir. Ég er sjálf ekki lögfræðingur en ég held samt að það hljóti að vera hægt.