141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:30]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Við förum að þeirri stjórnarskrá sem er í gildi þegar við breytum þeirri stjórnarskrá, það er ekkert um annað að ræða, það er algjörlega sjálfgefið mál. Í gildi er stjórnarskrá og við förum eftir henni. Ef breyta ætti 79. gr. þarf væntanlega að efna til sérstakra þingkosninga um það og rjúfa þing. Ég vona að við getum breytt stjórnarskránni í sátt og samþykkt þetta frumvarp fyrir vorið þannig að ekki þurfi að koma til einhvers konar skemmri skírnar í því.

Ég ætlaði að svara fyrirspurn hv. þingmanns hvað varðar 7. gr. Hún segir svo, með leyfi forseta:

„Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.“

Í skýringum, sem er meðal annars að finna á blaðsíðu 54 og þar um kring, kemur skýrt fram, og það er í samræmi við þá alþjóðlegu sáttmála sem við eigum aðild að, að með þessu orðalagi (Gripið fram í: Komdu með dæmi.) (Forseti hringir.) sé eingöngu verið að tala um að (Forseti hringir.) stjórnarskrárverndin hefjist við fæðingu. Síðan þurfi að skipa með lögum (Forseti hringir.) vernd, hvernig eigi að tryggja vernd fóstra og … (Forseti hringir.) Stjórnarskrárverndin tekur til lífs sem …

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður hv. þingmenn að virða tímamörk.)