141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:37]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er leiðinlegt ef ekki nema 13% þjóðarinnar hafa lesið stjórnarskrána. Hún er þó miklum mun auðlæsilegri og styttri en sú sem hér er lögð fram tillaga um. Ég held samt að hún sé skiljanlegri að mörgu leyti vegna þess að sún er meðnútímaorðalagi og rímar betur við skilning manna á þjóðskipulaginu og því sem stjórnarskráin tekur til.

Vinnulagið sem við stingum hér upp á og munum ræða betur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er fyrst og fremst hugsað til þess að virkja hvern einasta þingmann eins og ég sagði áðan, að nefndirnar nýti þá krafta, þá þekkingu og þann sérfræðihóp sem þær venjulega ganga í smiðju til — það er jú misjafnt eftir nefndum — að allt þetta sé nýtt til þess að við megum fá sem besta stjórnarskrá út úr þessari vinnu. Það held ég að hljóti að vera markmiðið og ég vona svo sannarlega að við verðum sammála um niðurstöðuna.