141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[17:04]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til þess að menn geti lagt fram tillögur sem nást má víðtæk sátt um þarf að fara fram efnisleg umræða. Efnisleg umræða er vonandi að hefjast um þetta mál en ríkisstjórnin hefur ekki fallist á það, ekki einu sinni áður en hún fór að reyna að koma málinu fyrst í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki nóg með það heldur var hv. þingmaður og stjórnarmeirihlutinn ekki til í að láta yfirfara frumvarpið almennilega áður en það var lagt fram, þ.e. láta það fara í þá heildstæðu úttekt sem sérfræðingarnir mæltu með. Það þýðir einfaldlega að vinnan er miklu meiri, það þarf að fara miklu betur yfir málið en ella vegna þess að ekki er búið að lesa frumvarpið almennilega yfir. Það hefði kannski verið meira verksvit í því fólgið að gera þetta í réttri röð.

Vonandi skilar efnisumræðan því að tillit verði tekið til ábendinga, en það sem við höfum séð fram að þessu hefur ekki bent til þess, (Forseti hringir.) eins og sjá má af viðbrögðum hv. þingmanns við ábendingum sérfræðinga.