141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[18:38]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Má gera ráð fyrir því að hv. þingmaður eða hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni leggja fram eigin tillögu að auðlindaákvæði? Ef svo er, getur hv. þingmaður upplýst okkur um hvernig orðalag slíks ákvæðis kynni að verða?

Ég tek svo undir með hv. þingmanni um að skilningur hæstv. forsætisráðherra á víðtæku samráði eða sátt er svolítið sérkennilegur en segir okkur kannski ýmislegt um vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar, skýrir þau á margan hátt. Er hv. þingmaður sammála mér um það að sá skilningur sem hæstv. forsætisráðherra hefur á samstöðu eða samráði, að með því móti ráði einhverjir aðrir — væntanlega þá einhverjir aðrir en ríkisstjórnin — kunni að útskýra að ekki hefur verið meira gert í því að reyna að ná (Forseti hringir.) sátt og samstöðu í tíð þessarar ríkisstjórnar?