141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[19:03]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsögu hans og skýringar svo langt sem þær ná. Það vekur athygli að ráðherrann setur ákveðna fyrirvara við tvo stóra kafla og það eru ekki veigalitlir kaflar. Það er annars vegar kaflinn um forsetaembættið. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra að því hvernig hann vilji bregðast við þeim ábendingum sem fram koma hjá lögfræðinganefndinni, að það geti valdið vandkvæðum að hafa þjóðkjörinn forseta með sterkt lýðræðislegt umboð en afskaplega takmörkuð völd. Feneyjanefndin hefur bent á að það geti valdið ákveðnum vandkvæðum. Ættum við jafnvel að velta því fyrir okkur hvort jafnframt eigi að taka valdmörk forsetaembættisins til skoðunar?

Síðan vil ég bera það undir ráðherrann hvort honum þyki ekki (Forseti hringir.) vera gengið um of á hlut landsbyggðarinnar hvað fjölda þingmanna áhrærir með landskjöri og jöfnu vægi atkvæða.