141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[19:16]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að ítreka: Er sá skilningur minn réttur að hæstv. ráðherra sé á því að það megi kalla þrjár umræður um lagafrumvörp vandaða málsmeðferð og vandaða meðferð við undirbúning og setningu laga og við getum ekki gefið neinn afslátt af því?