141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:25]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessar spurningar.

Því er til að svara að ekki hefur orðið efnisleg umræða í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna þess að sérfræðingar komu fyrir nefndina á færibandi og aldrei var unnið með tillögur þeirra og þá gagnrýni sem kom fram, að undanteknu samtali við stjórnlagaráð, sem ég taldi að ekki hefði átt að eiga sér stað á sínum tíma, vegna þess að stjórnlagaráð var búið að skila af sér til þingsins. Þá uppástendur meiri hlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að nefndin sjálf skuli fara út í bæ og hitta þessa fulltrúa til að gera tillögubreytingar á sínu plaggi. Ég boðaði strax forföll því að Alþingi er með stjórnskipunarvaldið. Svo var það kynnt hér af formanni nefndarinnar í dag hvernig þetta hefði verið og þar með var þessum kosningakafla skúbbað út úr þessu, því að það sáu allir í upphafi að hann væri algjörlega ónothæfur.

Ég verð að fá að svara spurningunum í seinna andsvari. (MT: Með sannleikanum.)