141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:31]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir skýrt og gott svar. Ég vil ekki nota orðið ringulreið en þar sem íslensk lög eru afleidd af grunnlögunum sem felast í stjórnarskránni mun verða mikil lagaóvissa þangað til dómaframkvæmd hefur skapað einhverja hefð, hvernig á að túlka stjórnarskrá og annað slíkt.

Þegar maður les mannréttindakaflann í þessum drögum dettur manni í hug að frekar sé um fagurt stefnumið að ræða en að verið sé að rígnegla réttindi fólks í grunnlög. Það er ljóst að sumt af þeim greinum sem eru í mannréttindakaflanum eru óframkvæmanlegar og (Forseti hringir.) jafnframt finnst mér afar sérstakt að blanda saman réttindum manna og dýra.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: (Forseti hringir.) Mun þetta ekki valda dómstólum gríðarlegu álagi þegar maður og annar fer að kvarta yfir (Forseti hringir.) stjórnarskrárbrotum og fara í mál og annað slíkt út af ákvæðum sem ríkið getur ekki uppfyllt?