141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[20:55]
Horfa

Róbert Marshall (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður sagði að sig hefði sett hljóða yfir ræðu minni. Það hefði verið betra ef svo væri. Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara. Ég var að lýsa þeirri umræðu sem hefur farið fram í samfélaginu um þau fjölmörgu atriði sem hér eru til umfjöllunar, ekki bara í tengslum við þetta frumvarp heldur á vettvangi fjölmiðla og stjórnmálanna, um tengsl framkvæmdarvaldsins, stöðu forsetans og stöðu þjóðkirkjunnar. Auðvitað er það hluti af hinni lýðræðislegu umræðu. Það er ekki eins og við séum hér í einhverju tómarúmi að koma að þessu í fyrsta sinn. Það er sá veruleiki sem ég er að lýsa.