141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:04]
Horfa

Róbert Marshall (U) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég biðst margfaldlega afsökunar ef það hefur komið þannig út að ég væri að hæðast að þeim sem koma hingað upp með ábendingar og andsvör. Það er af og frá. Ekkert er fjarri huga mínum. Ég og hv. þm. Pétur H. Blöndal höfum rætt um stjórnarskrána oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, við erum ágætisferðafélagar, erum saman í ÖSE-nefnd og höfum rætt þetta í þaula fram og til baka. Það er þá miklu frekar að hv. þingmaður hafi verið að sjá framhald af langri samræðu á milli okkar um þetta efni en að ég hafi verið að hæðast að honum.