141. löggjafarþing — 38. fundur,  20. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[21:13]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Sigurði Inga Jóhannssyni. Ég hef fylgst með umræðunni í dag og orðið vitni að því að það er flissað í þingsal þegar menn koma með málefnalega gagnrýni og ræða efnið málefnalega. Það er verið að senda inn Facebook-færslur og hæðast að þingmönnum sem fjalla um þessi mál á málefnalegan hátt.

Stjórnarskráin er grundvallarplagg allra Íslendinga, okkar allra, sama hvort menn eru í Samfylkingunni, Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum eða öðrum flokkum. Við eigum að fjalla um þessi mál af virðingu hvert fyrir öðru og gera okkur grein fyrir því að þetta er grundvallarplagg þjóðarinnar. Þannig á umræðan að vera. Hún á ekki að vera á þeim nótum að hér sé verið að fjalla um eitthvert gamanmál.