141. löggjafarþing — 39. fundur,  21. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:23]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skilningur minn á þessari grein er að hér sé væntanlega vísað til þess náms í almennum grunnskólum landsins sem stendur til boða öllum nemendum á skólaskyldualdri. Námið sjálft er auðvitað án endurgjalds þó að foreldrar greiði fyrir frístundastarf og skólamáltíðir og annað slíkt. Ég túlka þessa grein, án þess að hafa kafað neitt sérstaklega ofan í hana öðruvísi en með því að lesa greinargerðina, að hún boði í raun það sem við getum sagt að sé hin almenna staða hér á landi.