141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[11:42]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það þykir sums staðar og mér þykir það vera grundvallarmannréttindi að atkvæði allra vegi jafnt. Í þessu frumvarpi er það lagt til. Á móti kemur að í grein um sveitarfélög er hert á hlutverki þeirra.

Í 2. mgr. 105. gr. segir, með leyfi forseta:

„Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og tekjur til að sinna lögbundnum verkefnum.“

Það verður aldeilis mikil breyting ef þetta kemur í stjórnarskrá.

Síðan kemur nálægðarreglan í gr. 106:

„Á hendi sveitarfélaga, eða samtaka í umboði þeirra, skulu vera þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið undir staðbundinni stjórn þeirra svo sem nánar skal kveðið á um í lögum.“

Þetta yrði bylting. Það yrði bylting ef í stjórnarskránni væri sveitarfélögum tryggt fé til að standa undir því sem best er komið sem næst fólkinu.