141. löggjafarþing — 40. fundur,  22. nóv. 2012.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[16:41]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að ég hafi ekki misskilið hv. þingmann. Hann lagði fram tillögur við allar greinar í fyrra og ég vona að það séu ekki þær sem hann hafi haldið að mér þætti sjálfsagt að senda til Feneyjanefndarinnar. (PHB: Nei, nei, nei.)

Það eru tveir skólar um það hvernig eigi að gera stjórnarskrá. Annar er sá sem hv. þm. Pétur H. Blöndal nefnir. Fleiri hafa nefnt að kannski sé sagt á of mörgum stöðum í því frumvarpi sem liggur fyrir að hinu og þessu eigi svo að ná fram með lögum. Ég segi bara enn einu sinni: Það verður eitt af því sem verður skoðað.

Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal sérstaklega fyrir hvað hann hefur verið málefnalegur í allri þessari umræðu.