141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

aðild SVÞ að starfshópi um ESB-mál.

[10:58]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Hv. þingmaður spyr mig hvort ég muni ekki fara ákaflega vel og vandlega yfir þessa ósk Samtaka verslunar og þjónustu og svarið er jú. Ég get meira að segja upplýst hv. þingmann um það að ég tel að þetta sé eðlileg ósk. Það má kannski segja að það hafi verið yfirsjón af minni hálfu og sömuleiðis Samtaka atvinnulífsins, sem ráðgast var við í upphafi máls, að hafa ekki fulltrúa úr þessum samtökum þarna inni þannig að ég er jákvæður gagnvart þessari bón þeirra. Ég hef þó ekki tekið ákvörðun um það og mun ráðgast eftir atvikum við þá aðila sem mér ber að hafa samráð við, en eins og alltaf lít ég jákvæðum augum á allar svona málefnalegar beiðnir sem berast ráðherranum.