141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

aðild SVÞ að starfshópi um ESB-mál.

[10:59]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Það var yfirlýst stefna okkar allra sem í ríkisstjórninni sátum og með málið fara að fulltrúar sem flestra samtaka sem málið varða ættu þarna sæti. Í sjálfu sér undrast ég það að þessi beiðni skuli vera fram komin svo seint en það er jákvætt að hún kemur fram, betur sjá augu en auga og það er alveg ljóst að þessi samtök eiga þarna mikilla hagsmuna að gæta. Við viljum það eitt að um þetta mál sé fjallað frá sem víðustu sjónarhorni og það er alveg klárt að viðbætur af þessu tagi gleikka sjónarhornið og gera það betra að fjalla um þetta mál. Ég er því jákvæður gagnvart þessari beiðni. Ég held líka, af góðri reynslu hv. þingmanns af hæstv. atvinnuvegaráðherra, að það sé algjörlega rétt að sá ágæti ráðherra taki með jákvæðum hætti á flestum málum sem til hans berast og er sammála hv. þingmanni um það enda er það líka mín reynsla af þeim góða ráðherra.