141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

neytendavernd á fjármálamarkaði.

[11:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið. Mér fannst það ekki fullnægjandi. Það á að skoða og athuga. Hefur hæstv. ríkisstjórn enga stefnu í því máli? Hvar ætlar hún að vista neytendavernd á fjármálamarkaði? Ég tel mjög brýnt að hún sé á einum stað og ég tel að Neytendastofa eigi að hafa hana á sinni könnu og eigi þá virkilega að bera ábyrgð á því.

Við horfum upp á að heimili landsins hafa orðið fyrir óskaplegu tjóni. Menn hafa verið plataðir til að kaupa hlutabréf. Aldraðir hafa verið plataðir til að kaupa hlutabréf sem svo hurfu og sparnaðurinn fór. Einstaklingar nota yfirdrætti eins og að drekka vatn. Það vantar illilega neytendavernd á fjármálamarkaði, illilega, og ég sé engin merki þess, hvorki í fjárlögum né annars staðar, að það eigi að gera nokkuð af viti í þeim málum.

Þannig að ég skora á hæstv. ríkisstjórn að taka sig nú á.