141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

íþróttalög.

111. mál
[11:10]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Við sjálfstæðismenn styðjum þetta frumvarp enda erum við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar á sviði lyfjaeftirlits í íþróttum og það er vel. Hins vegar vil ég vekja athygli á tveimur atriðum. Annars vegar því að í frumvarpinu, sem ég fagna sérstaklega, er ekki gert ráð fyrir sérstakri stofnun heldur að hæstv. ráðherra mennta- og menningarmála getur samið við einkaaðila eða lögaðila varðandi það að sinna lyfjaeftirlitinu. Ég tel það mikilvægt.

Síðan er það hitt atriðið sem ég vildi vekja athygli á. Eins og í að ég held öllum frumvörpum sem koma til okkar vekur fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins athygli á því að það verði að forgangsraða innan ramma. Það eru engir fjármunir sem fylgja því máli, ekki frekar en öðrum. Ég ætla nú ekki að segja að málið sé andvana fætt en það er mjög laskað strax í upphafi. En við segjum já við því máli.