141. löggjafarþing — 42. fundur,  29. nóv. 2012.

fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014.

171. mál
[11:11]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með einhverjum óskiljanlegum hætti dagaði þessa fjarskiptaáætlun uppi í þinginu við afgreiðslu mála í vor. Þetta er annars vegar fjarskiptaáætlun 2011–2014 og hins vegar 2011–2022 þannig að það er ekki seinna vænna núna í lok árs 2012 að afgreiða þær áætlanir sem kveða á um ýmis verkefni er lúta að aðgengilegum og greiðum fjarskiptum, hagkvæmum, skilvirkum, öruggum og umhverfisvænum. Þannig að ég fagna þeirri afgreiðslu nú enda ekki seinna vænna, eins og ég segi.